Saga Námsflokka Reykjavíkur
Námsflokkar Reykjavíkur hafa starfað frá árinu 1939 og eru elsta fullorðinsfræðslustofnun á ÍslandiÁgúst Sigurðsson dönskukennari hafði frumkvæði að stofnun Námsflokkanna og var fyrsti forstöðumaðurmaður þeirra, en starf Námsflokkanna byggði á hugmyndafræði norrænna lýðháskóla. Ágúst starfaði við Námsflokkana til ársins 1970. Fyrstu þrátíu árin var eingöngu frjálst frístundanám án prófa á starfskránni, bæði bóklegt og verklegt. 29. apríl 2006 var þess minnst að 100 voru liðin frá fæðingu Ágústs Sigurðssonar stofnanda Námsflokka Reykjavíkur. Á fjórða tug síðustu aldar stundaði Ágúst nám við Hafnarháskóla og var fyrstur Íslendinga til að ljúka cand.mag. gráðu í dönsku með ensku sem aukagrein. Á námsárum sínum kynntist hann starfi námsflokka í Svíþjóð og beitti sér af miklum dugnaði við að koma þeim á fór hér á landi. Fyrir hans tilstilli voru Námsflokkar Reykjavíkur stofnaðir 1939, kvöldskóli fyrir hvern sem vildi læra. Ágúst var skólastjóri Námsflokkanna frá upphafi og til ársins 1970 og rak þá alla tíð af miklum metnaði. Hann var jafnframt kennari við Kennaraskólann, samdi kennslubækur í dönsku og orðabækur og mótaði mjög dönskukennslu í landinu. Á tímum þessa merka frumkvöðuls í íslenskri skólasögu stunduðu vel á annað þúsund manns nám í Námsflokkunum og voru þeir þá fjölmennasti skóli landsins.) Jónas Eysteinsson dönskukennari stjórnaði Námsflokkunum um tveggja ára skeið, en árið 1972 tók þriðji dönskukennarinn við stjórninni, Guðrún Jónína Halldórsdóttir. Guðrún Halldórsdóttir var skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur til árins 2005 að hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Um 1970 var bætt á námskrá prófanámi, bæði á grunnskólastigi og tveimur fyrstu árum framhaldsskólastigs (forskóla sjúkraliða og verslunar- og viðskiptadeild). Árið 1978 var starfsnám fólks við umönnunarstörf tekið upp í samvinnu við starfsmannafélagið Sókn. Vorið 1990 voru fyrstu námskeiðin fyrir atvinnulausa haldin í Námsflokkum Reykjavíkur. Íslenskukennsla fyrir útlendinga var sívaxandi hluti af starfsemi Námsflokkanna á síðasta áratug síðustu aldar. Ævisaga Guðrúnar Halldórsdóttur, Að opna dyr, kom út hjá Æskunni árið 2006. Aðalkennslustaður og aðalstöðvar Námsflokkanna hafa lengst af verið í Miðbæjarskólanum, en árið 1996 var að auki tekið í notkun kennsluhúsnæði í Mjódd, Þönglabakka 4. Björg Árnadóttir tók við starfi forstöðumanns Námsflokkanna haustið 2005. Þá höfðu hafist miklar breytingar á starfseminni. Ástæða breytinganna var einkum sú að aðlaga þurfti starfsemina að þróun sí- og starfsmenntunarmála í landinu, en þau hafa tekið miklu breytingum, sérstaklega á síðasta áratug. Margt af því sem Námsflokkarnir höfðu frumkvæði að var komið í umsjón annarra. Með samþykkt félagslegrar menntastefnu Reykjavíkurborgar 2006 var ákveðið að Námsflokkarnir, í samvinnu við aðrar stofnanir borgarinnar, sinntu einkum þeim hópi borgarbúa sem minnsta formlega menntun hefur eða á af einhverjum ástæðum í erfiðleikum með að nýta sér menntun sína. Iðunn Antonsdóttir tók við starfi forstöðumanns Námsflokkanna árið 2008. Frá árinu 2008 hefur starfsemi Námsflokka Reykjavíkur vaxið með fjölbreyttum námstilboðum sem eru í stöðugri þróun. Auk átaksverkefnanna Grettistaks, Karla -og Kvennasmiðju, hafa orðið til námsleiðir sniðnar að þörfum ungs fólks sem hefur horfið frá námi, eða óskar eftir starfstengdu námi. Einnig hafa verið unnin tilraunaverkefni s.s. í samstarfi við Fjölmennt. |