Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er á morgun, 20. apríl og þá er frí. 

Kennt er samkvæmt stundaskrá föstudaginn 21. apríl. 

Við óskum öllum gleðilegs sumars. 

339692592 122230064172247 2532535318350462137 n

Prenta | Netfang

Kennsla í Námskrafti hefst samkvæmt stundaskrá á morgun 12. apríl eftir páskaleyfi

Hlökkum til að sjá nemendur í Námskrafti á morgun, miðvikudaginn 12. apríl samkvæmt stundaskrá kl. 8:30. 

Nú eru aðeins 17 kennsludagar eftir af önninni samkvæmt stundaskrá og síðan listasmiðjudagar. 

Útskrift úr Námskrafti af vorönn verður miðvikudaginn 17. maí kl. 13:00. 

Sjá annaryfirlit fyrir vorönn hér. 

 

Nemendur sem eru á vor-/sumarönn í íslensku mæta í íslenskutíma samkvæmt núverandi stundaskrá til og með miðvikudeginum 10. maí.

Frá og með mánudeginum 15. maí hefst ný stundaskrá í íslensku þar sem kennt verður mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 10:00-12:20 í 4 vikur, til og með föstudeginum 9. júní (athugið að ekki er kennt á miðvikudögum á þessu tímabili). 

Föstudaginn 9. júní  verður kaffi að lokinni kennslu í íslensku og síðan rafræn afhending skírteina viku síðar.

Sjá annaryfirlit fyrir vor-/sumarönn í íslensku hér. 

Prenta | Netfang

Minnum á páskaleyfi í Námskrafti 3.-11. apríl

Við minnum á páskaleyfi í Námskraftshópum frá og með mánudeginum 3. apríl til og með þriðjudeginum 11. apríl. 

Síðasti kennsludagur fyrir páska er föstudagurinn 31. mars og fyrsti kennsludagur eftir páska er miðvikudagurinn 12. apríl. 

Sjá annaryfirlit hér. 

Vonandi hvílast nemendur vel í páskaleyfinu og mæta til baka tilbúnir í lokasprettinn til að geta lokið önninni með trompi. 

paskalilja i bedi

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga