Fatahönnun og silkiþrykk
Fatahönnun: Nemendur læra að hanna og sauma einfalda flík samkvæmt grunnsniðum. Hægt verður að skreyta flíkina með aðferð silkiþrykks.
Silkiþrykk: kennt verður einföld aðferð til silkiþrykks þar sem notuð er stensil aðferð. Nemendur skera út stensil/sniðmát sem svo er límt á silkiþrykksramma. Prentlitir eru innfaldir í námskeiðisgjaldinu, svo og glærur. Aðeins þarf að mæta með nóg til að prenta á, en hægt er að prenta á efni, föt, púða, tösku og hvað sem er.