Framhaldsskólakynning
Almenn framhaldsskólakynning verður haldin í fyrsta sinn dagana 6.-8. mars, í Kórnum í Kópavogi. Á sama tíma verður haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina og þar af leiðandi margt að sjá.
Um 30 framhaldsskólar munu kynna það sem er í boði, bæði verklegt og bóklegt. Starfsfólk skólanna mun svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Félag náms- og starfsráðgjafa verður með kynningarbása og þar er hægt að fá svör við fyrirspurnum um val á námsleiðum, auk þess að fá upplýsingar um áhugasviðskannanir og fleira. Ætlast er til að allir nemendur Námsflokkanna mæti á kynninguna og verður skipulagið með eftirfarandi hætti:
Fimmtudagur 6. mars
Kl. 12:40: Nemendur í Grettisbrú og Grettistaki áfram hitta Erlu og Valgerði í inngangi í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi
Föstudagur 7. mars
Kl. 9:00: Nemendur í Námskrafti hitta Siggu Helgu og Sillu í inngangi í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi
Kl. 9:00: Nemendur í Karlasmiðju 7, Kvennasmiðjum 16 og 17 og Námsbrú hitta Evu Ösp og Gyðu í inngangi í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi. Vinsamlegast athugið:Karlasmiðja þarf að vera komin upp í Námsflokka fyrir kl. 11, því þá hefst námskeið í skyndihjálp
Kl. 11:00: Nemendur í Starfskrafti hitta Arne í inngangi í íþróttahúsinu Kórnum, Kópavogi
Góða skemmtun!
Kynningarmyndband: