Námskraftur
Markmiðið með Námskrafti er að styrkja nemendur með stuðningi og eftirfylgni til aukinnar ábyrgðar á námi sínu, með það að leiðarljósi að þau geti nýtt sér nám í framhaldsskólum og standist þær kröfur sem slíkt nám gerir til þeirra.
Hvað er Námskraftur?
Námskraftur er samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Fjölbrautarskólans við Ármúla. Um er að ræða einnar annar námsúrræði á framhaldsskólastigi.
Fyrir hverja er Námskraftur?
Fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.
Hvenær eru tímar?
Tímar hefjast alltaf 8:30 og nemendur eru alltaf búnir á sama tíma eftir hádegi.
Samfleytt stundaskrá frá morgni fram yfir hádegi.
Hvernig er námið samsett?
Námið samanstendur af:
MYNDLIST, LÍFSLEIKNI, FÉLAGSFRÆÐI
STÆRÐFRÆÐI (áfangi miðaður við stöðu nemanda)
Einnig hefur verið í boði fyrir nemendur að taka:
SKYNDIHJÁLP í byrjun annar
Atriði sem gott er að hafa í huga:
- Þeir sem eru duglegir og taka áfanga í öllum fögum geta því verið að klára allt að 19 einingum á önninni.
- Vel er fylgst með mætingum nemenda og hringt heim til þeirra sem mæta ekki á réttum tíma.
- Boðið er upp á einkaviðtöl við náms- og starfsráðgjafa, um það bil fjögur viðtöl eða eins og þurfa þykir.
- Nemendur eru aðstoðaðir við að sækja um framhaldsskóla áður en náminu lýkur og er umsóknum þeirra fylgt eftir.
Fyrirspurnir og ábendingar
Nánari upplýsingar veita Jódís Káradóttir, náms- og starfsráðgjafi og umsjónarmaður verkefnisins This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Elín Guðbjörg Bergsdóttir kennslustjóri og náms- og starfsráðgjafi (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Upplýsingar í síma 411 6540 og farsíma 664 8606.