Kvennasmiðja

Markmiðið með Kvennasmiðju er að veita mæðrum sem ekki hafa verið á vinnumarkaði um nokkurt skeið tækifæri til að bæta menntun sína og verða færari um að komast út á vinnumarkað að nýju og/eða í áframhaldandi nám.

Fyrirkomulag

Í hverjum hópi er 16-20 konur. Kennt er 4-5 sinnum í viku í 18 mánuði.
Námið er þríþætt þar sem það skiptist í að vera bóklegt, skapandi og sjálfstyrkjandi. Verkefnið er í stöðugri þróun.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla fer fram hjá Námsflokkum Reykjavíkur við Suðurlandsbraut 32 (2. hæð) og Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Fyrsti hópurinn fór af stað í apríl 2001 og í dag er tuttugasta og fjórða Kvennasmiðjan við nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur.

Árangursmat

Reglulegt mat er gert á verkefninu hjá Velferðarsviði. Kvennasmiðjukonur eru almennt ánægðar með að hafa fengið þetta tækifæri til náms og endurhæfingar.

Fyrirspurnir og ábendingar

Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá Ellu Kristínu Karlsdóttur félagsráðgjafa, Þjónustumiðstöð Árbæjar (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og/eða Iðunni Antonsdóttur forstöðumanni, Námsflokkum Reykjavíkur (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 08:15 til 14:15 alla virka daga