Námstækni
Að skipuleggja nám sitt
Alla vinnu þarf að skipuleggja til að ná góðum afköstum. Nám er vinna og námsárangur er mjög háður því hve skipulega nemandi vinnur. Skipulagning dregur úr kvíða og vanlíðan og eykur frítíma.
Oft getur verið gagnlegt fyrir nemanda sem vill auka námsafköst sín að athuga fyrst hvernig hann eyðir tíma sínum, hverju hann þyrfti að breyta og gera sér síðan áætlun fyrir vikuna, þar sem ákveðinn tími er ætlaður í kennslustundir, til lesturs námsbóka, upprifjunar á glósum, til tómstundaiðkana, matar, hvíldar, svefns, skemmtana o.fl. Með slíka áætlun til hliðsjónar skipuleggur nemandi tíma sinn á raunsæjan hátt og setur upp tímatöflu sér til halds og trausts.
Mikilvægt er að velja nám við hæfi og ætla sér ekki um of. Gildir þetta bæði um fjölda námsgreina og stig. Þegar langt er liðið frá fyrri skólagöngu er oftast ráðlegt að rifja upp kjarnagreinar í áföngum 90 og 100 þ.e.a.s. íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði.
Meira um námstækni hér.