• Grafík
 • Gítar
 • Heklað
 • Prjónað
 • Saumar
 • Saumar2
 • Saumar3
 • Silfurhringar
 • Silfurmen
 • Silfursmíði
 • Silfursmíði2
 • Slappað af
 • Stúderað
 • Talgad
 • Talgad2
 • Tolvur
  postur 1
  vidburdir 1

  myndasafn 1

  greinasafn 1

  Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

   Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

  Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

  Aldrei of seint

  Presentation in English

  Kennsla hafin í Námsflokkunum

  Kennsla er hafin hjá Námsflokkum Reykjavíkur og var það mjög ánægjulegt að sjá í morgun hversu margir mættu. Vegna aðstæðna höfum við farið í tímabundnar breytingar á bæði kennslu- og almennu rými til þess að tryggja tveggja metra fjarlægðarreglu.

   

   

  Nemendur Námsflokkanna halda áfram í fjarnámi til 4. maí

  Nemendur í Námskrafti og Kvennasmiðju halda áfram í fjarnámi til 4. maí á meðan hert samkomubann Almannavarna er í gildi. 

  Nemendum er fylgt eftir í gegnum tölvupóst, símtöl, rafræna tíma og Google Classroom. 

  Skrifstofa Námsflokkanna verður lokuð á þeim tíma en hægt er að hringja í síma 411 6540 eða senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Kennsla hefst aftur eftir páskaleyfi miðvikudaginn 15. apríl

  Páskaleyfi nemenda í Námsflokkum Reykjavíkur hefst mánudaginn 6. apríl og lýkur þriðjudaginn 14. apríl.

  Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 15. apríl, annað hvort í fjar- eða staðnámi eftir tilmælum Almannavarna en frekari upplýsingar verða sendar út um það þegar nær dregur. 

  Starfsfólk Námsflokkanna óskar öllum gleðildegra páska! 

  Breytingar á fyrirkomulagi kennslu í Námsflokkunum á meðan hert samkomubann Almannavarna er í gildi

  Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að kennsla fari hér eftir fram í fjarnámi og hafa nemendur fengið upplýsingar um hagi fjarnáms hjá hverjum hópi. 

  Skrifstofan verður opin á morgun fimmtdaginn 26. mars og föstudaginn 27. mars frá 9-12. 

  Skrifstofan verður lokuð frá og með 30. mars til og með þriðjudeginum 14. apríl. 

  Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Iðunni forstöðumann í síma 664-8603 eða Jódísi náms- og starfsráðgjafa í síma 664-8606

  Í ljósi aðstæðna bendum við á áhugaverðan netfyrirlestur Bataskóla Íslands sem ber nafnið Hvernig getum við dregið úr kvíða á óvissutímum? og hefst kl. 14 á morgun fimmtudaginn 26. mars í netheimum. Þeir sem hafa áhuga geta smellt á Zoom-hlekk sem mun birtast þar klukkutíma fyrir fyrirlesturinn á Facebooksíðu Bataskólans

  Fleiri greinar...

  Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

  Sími: 411-6540

  Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

  Skrifstofutími frá 08:15 til 13:15 alla virka daga