Fjarnámsverkefni í heimspeki og íslensku
Nemendur í Námskrafti eiga að hafa fengið sendan tölvupóst úr Mentor með upplýsingum um verkefnin sem þau eiga að vinna í fjarnámi í heimspeki og íslensku.
Hérna er einnig hægt að nálgast verkefnin: Heimspekiverkefni - Verkefnalisti í íslensku - Yfirlit yfir íslenskunámið.
Anna íslenskukennari mun hringja í sína nemendur milli 9-12 á mánudögum til að aðstoða í gegnum síma og hvetja áfram.
Silla heimspekikennari mun hringja í sína nemendur á milli 9-12 á miðvikudögum til að aðstoða í gegnum síma og hvetja áfram.
Gyða stærðfræðikennari mun hringja á þriðjudögum og fimmtudögum milli 9-12 til að aðstoða í gegnum síma og hvetja áfram.
Einnig munu skrifstofustjóri og náms- og starfsráðgjafar hringja út í nemendur til að liðsinna þeim og hvetja áfram.
Við hvetjum alla nemendur til að halda rútínu og vinna að fjarnámsverkefnum á morgnana ásamt því að halda áfram að reikna þar sem þau eru stödd í stærðfræði (minnum á að svörin eru aftast í stærðfræðibókunum, sjá bókalista).
Einnig viljum við benda nemendum á nýuppsettan vef Menntamálastofnunar, Fræðslugátt: fraedslugatt.is