• Grafík
 • Gítar
 • Heklað
 • Prjónað
 • Saumar
 • Saumar2
 • Saumar3
 • Silfurhringar
 • Silfurmen
 • Silfursmíði
 • Silfursmíði2
 • Slappað af
 • Stúderað
 • Talgad
 • Talgad2
 • Tolvur
  postur 1
  vidburdir 1

  myndasafn 1

  greinasafn 1

  Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

   Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

  Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

  Aldrei of seint

  Presentation in English

  Danska og menningarmiðlun

  Danska: Nemendur horfa á danskar bíómyndir og þætti, veltum því fyrir okkur hvernig dönsk menning og t.d. danskur húmor birtist þar. Vinnum verkefni upp úr bíómyndum/þáttum. Hlustum á danska tónlist og rýnum í texta, veltum fyrir okkur danskri tónlistarsögu og kynnum okkur nokkra þekkta tónlistarmenn.
   
  Menningarmiðlun: Nemendur fá kynningu á hugtakinu menning og velta merkingu þess fyrir sér. Kynnast mismunandi tegundum/birtingarmyndum menningar; menningarblaðamennska, menning í útvarpi, menning í sjónvarpi, fjölmenning, barnamenning o.fl. T.d. skrifa grein í menningartímarit, skrifa gagnrýni í dagblað t.d. bíómyndagagnrýni, leikhúsgagnrýni o.fl.

   

  Danska hafmeyjan

  Skapandi skrif og leikræn tjáning

  Skapandi skrif: Nemendur kynnist helstu hugtökum sem tengjast skrifum skáldaðs texta t.d. sjónarhorn, sögumaður, persónusköpun, tími o.s.frv. Nemendur þjálfist í að skrifa mismunandi bókmenntatexta t.d. örsögur, ljóð, dagbókarskrif, ævintýri o.fl. og kynnist helstu tegundum bókmennta t.d. smásögum, skáldsögum, ævisögum, leikritum, ljóðum, ævintýrum. Veltum fyrir okkur sköpunarferlinu og hvernig höfundar vinna.

  Leikræn tjáning: Farið verður í undirstöðuatriði leikrænnar tjáningar. Sé áhugi fyrir hendi verður unnið með texta sem nemendur hafa samið í skapandi skrifum.

  Leikarar

  Kvennasmiðja

  Markmiðið með Kvennasmiðju er að veita mæðrum sem ekki hafa verið á vinnumarkaði um nokkurt skeið tækifæri til að bæta menntun sína og verða færari um að komast út á vinnumarkað að nýju og/eða í áframhaldandi nám.

  Fyrirkomulag

  Í hverjum hópi er 16-20 konur. Kennt er 4-5 sinnum í viku í 18 mánuði.
  Námið er þríþætt þar sem það skiptist í að vera bóklegt, skapandi og sjálfstyrkjandi. Verkefnið er í stöðugri þróun.

  Hvar fer kennslan fram?

  Kennsla fer fram hjá Námsflokkum Reykjavíkur við Suðurlandsbraut 32 (2. hæð) og Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Fyrsti hópurinn fór af stað í apríl 2001 og í dag er tuttugasta og fjórða Kvennasmiðjan við nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur.

  Árangursmat

  Reglulegt mat er gert á verkefninu hjá Velferðarsviði. Kvennasmiðjukonur eru almennt ánægðar með að hafa fengið þetta tækifæri til náms og endurhæfingar.

  Fyrirspurnir og ábendingar

  Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá Jódísi Káradóttur náms- og starfsráðgjafa, Námsflokkum Reykjavíkur (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Námskraftur

  Markmiðið með Námskrafti er að styrkja nemendur með stuðningi og eftirfylgni til aukinnar ábyrgðar á námi sínu, með það að leiðarljósi að þau geti nýtt sér nám í framhaldsskólum og standist þær kröfur sem slíkt nám gerir til þeirra.

  Hvað er Námskraftur?

  Námskraftur er samvinnuverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Mennta- og Menningarmálaráðuneytisins og Fjölbrautarskólans við Ármúla. Um er að ræða einnar annar námsúrræði á framhaldsskólastigi. 

  Fyrir hverja er Námskraftur?

  Fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. 

  Hvenær eru tímar?

  Tímar hefjast alltaf 8:30 og nemendur eru alltaf búnir á sama tíma eftir hádegi. 
  Samfleytt stundaskrá frá morgni fram yfir hádegi. 

  Hvernig er námið samsett?

  Námið samanstendur af: 

  MYNDLIST, LÍFSLEIKNI, 
  FÉLAGSFRÆÐI eða ÍSLENSKU, 
  STÆRÐFRÆÐI (áfangi miðaður við stöðu nemanda) og/eða ENSKU 

  Einnig hefur verið í boði fyrir nemendur að taka: 
  SKYNDIHJÁLP í byrjun annar

  Atriði sem gott er að hafa í huga: 

  • Þeir sem eru duglegir og taka áfanga í öllum fögum geta því verið að klára allt að 19 einingum á önninni. 
  • Vel er fylgst með mætingum nemenda og hringt heim til þeirra sem mæta ekki á réttum tíma. 
  • Boðið er upp á einkaviðtöl við náms- og starfsráðgjafa, um það bil fjögur viðtöl eða eins og þurfa þykir.
  • Nemendur eru aðstoðaðir við að sækja um framhaldsskóla áður en náminu lýkur og er umsóknum þeirra fylgt eftir. 

  Fyrirspurnir og ábendingar

  Nánari upplýsingar veita Jódís Káradóttir, náms- og starfsráðgjafi og umsjónarmaður verkefnisins This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Elín Guðbjörg Bergsdóttir kennslustjóri og náms- og starfsráðgjafi (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). 
  Upplýsingar í síma 411 6540 og farsíma 664 8606.

  Hægt er að sækja um Námskraft í gegnum Menntagátt á http://menntagatt.is/

  Náms- og starfsráðgjöfin

  Nám er vinna sem þarf að skipuleggja

  Námsflokkar Reykjavíkur bjóða Reykvíkingum eldri en 16 ára ókeypis náms- og starfsráðgjöf á Suðurlandsbraut 32.
  Ráðgjöfin getur falist í eftirfarandi eftir þörfum hvers og eins:  

  • að meta styrkleika fólks og leggja fyrir áhugasviðspróf
  • að ráðleggja um námsleiðir utan og innan Námsflokkanna
  • að finna leiðir vegna sértækra námsörðugleika t.d. lestrarörðugleika
  • að finna leiðir til að fjármagna nám
  • að ráðleggja um námstækni
  • að kenna markmiðssetningu
  • að fylgjast með námsframvindu og hvetja til dáða
  • að aðstoða við gerð ferilskrár og starfsval

  Náms- og starfsráðgjafar Námsflokkanna

  Elín Guðbjörg Bergsdóttir

  veitir ráðgjöf í Námsflokkum Reykjavíkur

  Jódís Káradóttir veitir ráðgjöf í Námsflokkum Reykjavíkur
     

  Fleiri greinar...

  Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

  Sími: 411-6540

  Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

  Skrifstofutími frá 08:15 til 13:15 alla virka daga