Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

Husid

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

Aldrei of seint

Styttist í lok annar hjá Námskrafti

Námskraftshópar verða samkvæmt vetrarstundaskrá út föstudaginn 3. desember. 

Enskupróf í B-hópi verður í tíma fimmtudaginn 2. desember kl. 8:30-10:50. 

Nemendur ljúka einnig prófum í stærðfræði í þessari síðustu viku vetrarstundaskrár. 

Mánudaginn 6. desember verður listasmiðja fyrir A-hóp frá kl. 8:30-13:30. 

Þriðjudaginn 7. desember verður listasmiðja fyrir B-hóp frá kl. 8:30-13:30.

Miðvikudaginn 8. desember verður listasmiðja fyrir A- og B-hóp frá kl. 8:30-13:30. 

Fimmtudaginn 9. desember verður boðið upp á heimanámstíma kl. 11:10-13:00 þar sem nemendur geta fengið aðstoð við að ljúka verkefnum og skila. 

Föstudaginn 10. desember verður síðasti dagur til að skila verkefnum. 

Útskrift úr Námskrafti verður föstudaginn 17. desember kl. 13:00. 

Sumarlokun 2021

Lokað verður í Námsflokkunum vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 5. júlí til og með föstudeginum 6. ágúst. 

Skrifstofa Námsflokkanna opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. 

Auglýsum eftir stærðfræðikennara í 75% á haustönn 2021

Okkur vantar stærðfræðikennara í 75% starf á haustönn 2021. 

Um er að ræða kennslu fyrstu áfanga á framhaldsskólastigi. 

Áhugasamir hafi samband við Iðunni forstöðumann: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Fleiri greinar...

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga