Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Á morgun, mánudaginn 5. október verður mæting samkvæmt stundaskrám.
Námskraftur A og B verða samkvæmt skertri stundaskrá. Þá er aðeins annar hópur í húsi í einu og 30 mínútur líða frá því að kennslu lýkur hjá öðrum og þar til kennsla hefst hjá hinum.
Minnum á:
- grímunotkun - fjarlægðarmörk - handþvott og sótthreinsun
- að nemendur komi með eigin drykki/ fjölnota drykkjarílát
- að nemendur passi að spritta eftir sig á salernum
Við höldum áfram með sömu skertu stundaskrá í næstu viku, til að lágmarka smithættu þegar Covid-19 smit greinast enn nokkuð mörg á degi hverjum í samfélaginu. Nemendur í Námskrafti A (íslenskuhópi) og B (félagsvísindahópi) munu því einnig mæta færri tíma í þessari viku eins og þeirri síðustu og verður stundataflan eins og síðast með fullu námi á þriðjudegi til að þau fái fleiri tíma í list- og verkgreinum á staðnum (sjá stundatöflur hópanna hér fyrir neðan).
Á þriðjudeginum verður ganginum skipt þannig upp að þeir sem eru í listum í stofu 4 þurfa að ganga inn og út úr byggingunni um neyðarútgang þar sem reykingaaðstaðan er.
Til að lágmarka smithættu þegar Covid-19 smit greinast enn nokkuð mörg á degi hverjum í samfélaginu munu nemendur í Námskrafti A (íslenskuhópi) og B (félagsvísindahópi) einnig mæta færri tíma í þessari viku eins og þeirri síðustu og verður stundataflan eins nema á þriðjudegi verður fullur skóladagur til að þau fái fleiri tíma í list- og verkgreinum á staðnum (sjá stundatöflur hópanna hér fyrir neðan).
Á þriðjudeginum verður ganginum skipt þannig upp að þeir sem eru í listum í stofu 4 þurfa að ganga inn og út úr byggingunni um neyðarútgang þar sem reykingaaðstaðan er.
Nemendur Námsflokkanna eru beðnir að koma með sín eigin fjölnota drykkjarílát eins og t.d. ferðabolla og vatnsflöskur til að minnka smithættu, vera umhverfisvæn og minnka sóun.