Útskrift Námskrafts á morgun kl. 13:00
Minnum á útskrift af vorönn í Námskrafti á morgun, miðvikudaginn 17. maí kl. 13 í Námsflokkunum.
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Aldrei of seint
Minnum á útskrift af vorönn í Námskrafti á morgun, miðvikudaginn 17. maí kl. 13 í Námsflokkunum.
Áhugasamir geta sótt um nám í Námskrafti fyrir haustið á Menntagátt: menntagatt.is
Einnig er hægt að senda umsókn í gegnum heimasíðuna hér.
Umsækendum er boðið í kynningarviðtal þar sem staðurinn er skoðaður og farið yfir mögulegt námsframboð.
Minnum á að á mánudaginn, 1. maí er frí.
Mæting er samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. maí.
Síðasti kennsludagur hefðbundinnar stundaskrár á vorönn verður mánudaginn 8. maí.
Listasmiðjudagar eru frá og með þriðjudeginum 9. maí til og með föstudegiinum 12. maí frá kl. 8:30-13:30 og á A-hópur að mæta á miðvikudegi og föstudegi en B-hópur á þriðjudegi og fimmtudegi.
Útskrift af vorönn í Námskrafti verður svo miðvikudaginn 17. maí kl. 13:00 í kaffistofu Námsflokkanna.
Nemendur á vor-sumarönn halda áfram eftir að vorönn líkur samkvæmt sinni stundatöflu til og með 9. júní.
Í lok annar, vikuna 8.-12. maí, eru fjórir listasmiðjudagar.
Hvor hópur um sig fær tvo listasmiðjudaga:
A-hópur verður miðvikudaginn 10. maí og föstudaginn 12. maí frá kl. 8:30-13:30 á listasmiðjudögum.
Sjá stundaskrá hér fyrir 8.-12. maí í A-hópi.
B-hópur verður þriðjudaginn 9. maí og fimmtudaginn 11. maí frá kl. 8:30-13:30 á listasmiðjudögum.
Sjá stundaskrá hér fyrir 8.-12. maí í B-hópi.
Sumardagurinn fyrsti er á morgun, 20. apríl og þá er frí.
Kennt er samkvæmt stundaskrá föstudaginn 21. apríl.
Við óskum öllum gleðilegs sumars.
Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
Sími: 411-6540
Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is
Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga