• Grafík
 • Gítar
 • Heklað
 • Prjónað
 • Saumar
 • Saumar2
 • Saumar3
 • Silfurhringar
 • Silfurmen
 • Silfursmíði
 • Silfursmíði2
 • Slappað af
 • Stúderað
 • Talgad
 • Talgad2
 • Tolvur
  postur 1
  vidburdir 1

  myndasafn 1

  greinasafn 1

  Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

   Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

  Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

  Aldrei of seint

  Presentation in English

  Námskraftur hefst fimmtudaginn 11. janúar kl. 10 á vorönn 2018

  Námskraftur hefst fimmtudaginn 11. janúar kl. 10 á kynningu og hópefli, nemendur eru búnir kl. 12: Sjá annaryfirlit hér.

  Föstudaginn 12. janúar er bókakaupadagur og því ekki mæting í Námsflokkana: Sjá bókalista hér.

  Mánudag 15. janúar kl. 8:30 hefst byrjunarstundaskrá þar sem farið verður í skyndihjálp og henni lokið með prófi fimmtudaginn 18. janúar til að ljúka einni einingu. Byrjunarstundaskráin er frá 8:30-12:30, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Sjá stundaskrár hér

  Föstudaginn 19. janúar kl. 8:30 hefst vetrarstundaskrá. 

  Enn er opið fyrir umsóknir og hægt er að sækja um hér.

  Heimsókn frá Írlandi

  Dagana 1.-3. nóvember komu sex kennarar frá Írlandi í heimsókn. Fengu þeir kynningu á öllum helstu verkefnum Námsflokkanna. Gestunum var hugleikið hvernig hlúð er að nemendum Námsflokkana í gegnum list- og verkgreinar og sjálfsstyrkingu, auk þess sem þeir höfðu mikinn áhuga á starfsþjálfun og uppbyggingu íslenska menntakerfisins. Einnig sátu þeir í tímum og fengu þar til að mynda kynningu á Egils sögu og víkingur í fullum skrúða kom í heimsókn. Jafnframt heimsóttu þeir Fablab, skoðuðu snyrtideild Fjölbrautaskólans í Breiðholti og kynntu sér starfsemi Fjölsmiðjunnar.

  Gestirnir kynntu sinn skóla, Templemore College í Tipperary, sem liggur á mörkum framhaldsskóla og háskóla og sinnir bæði ungu fólki og fullorðnum. Er það von okkar að við eigum eftir að heimsækja skólann í framtíðinni.

   2017 11 03 12.11.51

  Viltu læra að sauma, breyta, bæta og skapa?

  Þá erum við með námskeiðið fyrir þig!

  Á tímabilinu 31. október-16. nóvember verða kenndir saumar hjá Námsflokkum Reykjavíkur, ef þátttaka verður næg. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 11:15-13:15.

  Kennari er Íris Berg, fatahönnuður. Kennslan er sniðin að þörfum og getu hvers og eins og við getum lofað skemmtilegri samveru 😊

  Námskeiðið kostar 22 þúsund, án efniskostnaðar.

  Fleiri greinar...