Námskraftshópar sameinaðir frá og með mánudeginum 12. febrúar.
Námskraftshópar sameinaðir frá og með mánudeginum 12. febrúar 2018. Sjá nýja stundatöflu hér.
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Aldrei of seint
Námskraftshópar sameinaðir frá og með mánudeginum 12. febrúar 2018. Sjá nýja stundatöflu hér.
Námskraftur hefst fimmtudaginn 11. janúar kl. 10 á kynningu og hópefli, nemendur eru búnir kl. 12: Sjá annaryfirlit hér.
Föstudaginn 12. janúar er bókakaupadagur og því ekki mæting í Námsflokkana: Sjá bókalista hér.
Mánudag 15. janúar kl. 8:30 hefst byrjunarstundaskrá þar sem farið verður í skyndihjálp og henni lokið með prófi fimmtudaginn 18. janúar til að ljúka einni einingu. Byrjunarstundaskráin er frá 8:30-12:30, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Sjá stundaskrár hér.
Föstudaginn 19. janúar kl. 8:30 hefst vetrarstundaskrá.
Enn er opið fyrir umsóknir og hægt er að sækja um hér.
Dagana 1.-3. nóvember komu sex kennarar frá Írlandi í heimsókn. Fengu þeir kynningu á öllum helstu verkefnum Námsflokkanna. Gestunum var hugleikið hvernig hlúð er að nemendum Námsflokkana í gegnum list- og verkgreinar og sjálfsstyrkingu, auk þess sem þeir höfðu mikinn áhuga á starfsþjálfun og uppbyggingu íslenska menntakerfisins. Einnig sátu þeir í tímum og fengu þar til að mynda kynningu á Egils sögu og víkingur í fullum skrúða kom í heimsókn. Jafnframt heimsóttu þeir Fablab, skoðuðu snyrtideild Fjölbrautaskólans í Breiðholti og kynntu sér starfsemi Fjölsmiðjunnar.
Gestirnir kynntu sinn skóla, Templemore College í Tipperary, sem liggur á mörkum framhaldsskóla og háskóla og sinnir bæði ungu fólki og fullorðnum. Er það von okkar að við eigum eftir að heimsækja skólann í framtíðinni.
Þá erum við með námskeiðið fyrir þig!
Á tímabilinu 31. október-16. nóvember verða kenndir saumar hjá Námsflokkum Reykjavíkur, ef þátttaka verður næg. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 11:15-13:15.
Kennari er Íris Berg, fatahönnuður. Kennslan er sniðin að þörfum og getu hvers og eins og við getum lofað skemmtilegri samveru 😊
Námskeiðið kostar 22 þúsund, án efniskostnaðar.
Við minnum á haustfrí nemenda, föstudaginn 20. október og mánudaginn 23. október.